Litháinn áfram á Króknum

Adomas Drungilas í leik með Tindastóli.
Adomas Drungilas í leik með Tindastóli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Körfuknattleiksmaðurinn Adomas Drungilas hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Tindastól og leikur því áfram með liðinu fram til sumarsins 2028.

Drungilas, sem er 34 ára framherji frá Litháen, hefur leikið með Tindastóli frá árinu 2022 og varð Íslandsmeistari með liðinu vorið 2023.

Áður hafði hann leikið með Þór frá Þorlákshöfn tímabilið 2020-21 og varð sömuleiðis Íslandsmeistari þar.

„Hann er frábær félagsmaður, alltaf tilbúinn til að leggja sitt af mörkum til liðsins, félagsins og samfélagsins hvort sem það er innan vallar eða utan og hlaut viðurkenningu sem íþróttamaður Tindastóls fyrir árið 2024,“ sagði meðal annars í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Tindastóls.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert