Lykilmenn áfram á Skaganum

ÍA leikur í úrvalsdeild á næsta tímabili.
ÍA leikur í úrvalsdeild á næsta tímabili. Ljósmynd/Jón Gautur

Körfuknattleiksdeild ÍA hefur samið við Aron Elvar Dagsson og Styrmi Jónasson á næsta tímabili, þar sem Skagamenn verða nýliðar í úrvalsdeildinni.

ÍA vann 1. deild með glæsibrag á síðasta tímabili og leikur því á meðal þeirra bestu á því næsta.

„Bæði Aron og Styrmir eru búnir að vera lykilleikmenn liðsins í uppgangi félagsins undanfarin ár og ÍA fagnar því að þessir ungu og efnilegu leikmenn haldi tryggð við félagið og eru tilbúnir að taka slaginn í Bónus deildinni á næstu leiktíð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka