Körfuboltamaðurinn Sigtryggur Arnar Björnsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Tindastól.
Sigtryggur gekk til liðs við Tindastól árið 2021 og hefur verið í lykilhlutverki hjá félaginu síðan þá. Á fjórum árum hjá Tindastóli hefur félagið komist þrisvar í úrslit og orðið Íslandsmeistari árið 2023.
Tindastóll hefur styrkt lið sitt umtalsvert fyrir komandi leiktíð. Arnar Guðjónsson er nýr þjálfari liðsins og síðan hafa Taiwo Badmus og Júlíus Orri Ágústsson gengið til liðs við félagið.