Danski körfuknattleiksmaðurinn Adam Heede-Andersen er genginn til liðs við Svendborg Rabbits í heimalandinu eftir eins árs dvöl hjá Hetti.
Höttur féll úr úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og leikur því í 1. deild á því næsta.
Heede-Andersen er 28 ára gamall og skrifaði undir þriggja ára samning við Svendborg Rabbits, sem leikur í úrvalsdeildinni í Danmörku.
Með Hetti skoraði hann níu stig, tók þrjú fráköst og gaf fimm stoðsendingar að meðaltali í 22 deildarleikjum á síðasta tímabili.