Jaylen Brown, ein stærsta stjarna bandaríska körfuboltaliðsins Boston Celtics, gekkst á dögunum undir skurðaðgerð á hné.
ESPN greinir frá því að Brown hafi þurft á aðgerð að halda vegna slitins liðbands í hægra hné.
Fyrir er stærsta stjarna Boston, Jayson Tatum, á meiðslalistanum eftir að hafa slitið hásin. Þau meiðsli munu að líkindum halda honum frá keppni allt næsta tímabil.
Batahorfurnar eru margfalt betri hjá Brown en búist er við því að hann verði klár í slaginn þegar undirbúningstímabil Boston hefst síðsumars.