Memphis og Orlando skiptast á leikmönnum

Desmond Bane er á leiðinni til Orlando Magic.
Desmond Bane er á leiðinni til Orlando Magic. AFP/William Purnell

Bandarísku NBA-liðin Memphis Grizzlies og Orlando Magic munu skipta á körfuboltamönnum í sumar. 

Shams Charania hjá ESPN segir frá en Desmond Bane mun fara til Orlando og fær liðið í staðinn Kentavious Caldwell-Pope, Cole Anthony og fjóra valrétti.

Bane hefur verið einn af þremur bestu leikmönnum Memphis undanfarin ár en Caldwell-Pope er reyndur leikmaður sem hefur tvívegis orðið NBA-meistari. Cole Anthony hefur þá leikið með Orlando allan sinn feril. 

Kentavious Caldwell-Pope, lengst til hægri.
Kentavious Caldwell-Pope, lengst til hægri. AFP/Julio Aguilar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert