Nýliðarnir styrkja sig mikið

Marek Dolezaj keyrir að körfu Tindastóls í deildarleik liðanna.
Marek Dolezaj keyrir að körfu Tindastóls í deildarleik liðanna. Ljósmynd/Skúli B. Sig

Slóvakíski körfuknattleiksmaðurinn Marek Dolezaj er genginn til liðs við nýliða Ármanns í úrvalsdeildinni.

Þetta kemur fram í tilkynningu Ármenninga en Marek kemur til liðsins frá Keflavík, þar sem hann hefur verið undanfarin tvö tímabil.

Marek var í miklu hlutverki hjá Keflavíkurliðinu, sérstaklega á sínu fyrsta tímabili þegar hann varð bikarmeistari með liðinu.

Marek gekk til liðs við Keflavík frá Münster í þýsku B-deildinni.

Hann lék áður með Irakl­is í Grikklandi, Ternopil í Úkraínu og Karlovka Brat­islava í Slóvakíu. Þá hef­ur hann leikið með landsliði Slóvakíu og lék með liði Syracu­se-há­skóla í Banda­ríkj­un­um í fjög­ur ár. Hann fór í nýliðaval NBA árið 2021 en var ekki val­inn.

Þetta er annar leikmaðurinn sem yfirgefur Keflavík í dag en Álftnesingar tilkynntu komu Sigurðar Péturssonar áðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert