Stjarnan mun fara í segulómun fyrir lykilleikinn

Tyrese Haliburton var ólíkur sjálfum sér í nótt.
Tyrese Haliburton var ólíkur sjálfum sér í nótt. AFP/Matthew Stockman

Tyrese Haliburton, helsta stjarna körfuboltaliðsins Indiana Pacers, mun fara í segulómun fyrir lykilleik liðsins gegn Oklahoma City Thunder í úrslitum NBA-deildarinnar í Indiana aðfaranótt föstudags. 

Haliburton var ólíkur sjálfum sér þegar Oklahoma tók 3:2-forystu í nótt en hann skoraði aðeins fjögur stig og öll þeirra af vítalínunni. Hann meiddist í byrjun leiks og var nánast tæpur allan leikinn en hélt áfram. 

Samkvæmt Shams Charania hjá ESPN mun Haliburton fara í skoðun til að læknisteymi liðsins átti sig á alvarleika meiðslanna. Þá segir blaðamaðurinn jafnframt frá því að ef þetta væri leikur í deildarkeppninni eða í fyrstu umferð úrslitanna myndi hann líklegast ekki spila við þessar aðstæður, en þegar komið er í úrslit verður allt reynt til að hafa hann heilan. 

Fjóra sigra þarf til að verða NBA-meistari og getur Oklahoma tryggt sér titilinn í Indiana í næsta leik. Ef Indiana vinnur verður hins vegar oddaleikur í Oklahoma. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert