Frakkland, bronslið EM 2023 í körfuknattleik kvenna, hóf EM 2025 á naumum sigri gegn Tyrklandi, 71:69, í upphafsleik mótsins í Piraeus í Grikklandi í dag.
Liðin eru saman í A-riðli ásamt Grikkjum og Sviss.
Í leiknum í dag var Tyrkland sterkari aðilinn framan af og var til að mynda átta stigum yfir, 36:44, í hálfleik.
Í síðari hálfleik komu Frakkar sér hins vegar betur og betur inn í leikinn og jöfnuðu metin í 65:65 þegar skammt var eftir.
Reyndist franska liðið svo sterkara á lokasprettinum.
Janelle Salaun var stigahæst í leiknum með 22 stig fyrir Frakkland. Teaira McCowan átti stórleik fyrir Tyrkland en hún skoraði 20 stig og tók 15 fráköst.