Körfuboltamaðurinn Collin Pryor er genginn til liðs við Selfyssinga frá ÍR og hefur samið við þá til tveggja ára, og þar með má segja að hann sé kominn heim eftir tíu ára fjarveru.
Collin er 35 ára gamall framherji sem hefur leikið á Íslandi frá 2013, er íslenskur ríkisborgari og hefur leikið fjóra leiki með A-landsliði Íslands.
Hann lék fyrstu tvö árin með FSu á Selfossi síðan með Fjölni í tvö ár, þá Stjörnunni í tvö ár og hefur leikið með ÍR frá 2019. Selfyssingar leika í 1. deild.