Benedikt kominn með nýtt starf

Benedikt Guðmundsson.
Benedikt Guðmundsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Reynsluboltinn Benedikt Guðmundsson hefur verið ráðinn í starf þjálfara yngra flokka hjá körfuknattleiksdeild Fjölnis. 

Benedikt hætti nýverið með Tindastól eftir að liðið hafnaði í öðru sæti Íslandsmóts karla í körfubolta eftir tap fyrir Stjörnunni í oddaleik liðanna. 

Bene­dikt er þaul­reynd­ur þjálf­ari sem þjálfaði áður karlalið Fjölnis frá 2003 til 2006. Hann gerði karlalið KR að Íslands­meist­ur­um árin 2007 og 2009 og kvennaliðið að Íslands­meist­ara árið 2010.

Hann hef­ur einnig þjálfað Njarðvík, Grinda­vík, Þór Ak­ur­eyri, og Þór Þor­láks­höfn á þjálf­ara­ferl­in­um.

Þá stýrði hann kvenna­landsliðinu í sex ár en lét af störf­um fyrr á þessu ári.

„Ráðning Benedikts er stórt skref í okkar stefnu um að hækka prófíl og styrkja stöðu Fjölnis í íslenskum körfuknattleik. Með reynslu og þekkingu mun Benedikt hjálpa til að leiða yngri flokkana áfram á vegi framfara og þróunar.  Við í stjórninni erum sannfærð um að með ráðningu hans styrkjum við enn frekar þá öru uppbyggingu sem átt hefur sér stað í yngriflokkastarfi félagsins á síðustu árum,“ stendur í tilkynningu frá Fjölni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert