Kevin Durant, einn best körfuboltamaður síðustu áratuga, hefur þvertekið fyrir þann orðróm að liðsmenn Phoenix Suns hafi margoft slegist sín á milli á leiktíðinni.
Phoenix Suns olli miklum vonbrigðum á tímabilinu í bandarísku NBA-deildinni en liðið komst ekki í úrslitakeppnina þrátt fyrir að hafa Durant, Devin Booker og Bradley Beal innanborðs.
DeMarcus Cousins, fyrrverandi leikmaður í NBA, sagðist hafa heimildir fyrir því að leikmenn liðsins hefðu margtoft lent í slag á tímabilinu. Er þetta þó eitthvað sem Durant þvertekur fyrir.
„Ég verð að svara þessu því þetta er algjört kjaftæði. Við vorum vissulega ömurlegir á tímabilinu en við vorum aldrei nálægt því að slást,“ skrifaði Durant á X-síðu sinni.