Bandaríska körfuknattleikskonan Re'Shawna Stone hefur samið við Val um að leika með félaginu á næsta keppnistímabili.
Re'Shawna hefur undanfarin tvö tímabil leikið með Kouvottaret í finnsku úrvalsdeildinni þar sem hún var með 21,5 stig og 7 fráköst að meðaltali í leik en hún leikur sem bakvörður.
Fram að því lék hún með Buffalo-háskóla í Bandaríkjunum.