Þór Akureyri hefur samið við Sigurlaugu Evu Jónasdóttur fyrir komandi átök í fyrstu deild kvenna í körfubolta.
Sigurlaug, sem er 15 ára, er uppalin hjá Keflavík og spilar sem bakvörður. Hún spilaði sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk Keflavíkur á síðasta tímabili en hún spilaði sautján leiki með B liði Keflavíkur í fyrstu deildinni á síðasta tímabili.
Þar skilaði hún 10 stigum og 3 fráköstum að meðaltali í leik. Þá var hún hluti af 15 ára landsliði Íslands á síðasta ári.
Nú hefur þessi efnilega körfuboltakona fært sig norður um heiðar og verður gaman að fylgjast með henni í búningi Þórs á næstu árum.