Illiana Rupert var stigahæst hjá Frakklandi þegar liðið hafði betur gegn Litháen í átta liða úrslitum Evrópumóts kvenna í körfubolta í Piraeus í Grikklandi í dag.
Leiknum lauk með öruggum sigri franska liðsins, 83:61, en Rupert skoraði 15 stig, tók þrjú fráköst og gaf tvær stoðsendingar í leiknum.
Valeriane Ayayi var næststigahæst hjá Frökkum með 11 stig en Laura Juskaite var stigahæst hjá Litháen með 16 stig og átta fráköst.
Frakkar mætta annaðhvort Spánverjum eða Tékklandi í undanúrslitum í Grikklandi á föstudaginn en Spánn og Tékkland mætast á morgun í átta liða úrslitunum.