Ítalir mörðu Tyrki í háspennuleik

Cecilia Zandalasini sækir að Tyrkjum í Grikklandi í kvöld.
Cecilia Zandalasini sækir að Tyrkjum í Grikklandi í kvöld. Ljósmynd/FIBA

Ítalía tryggði sér sæti í undanúrslitum Evrópumóts kvenna í körfubolta í kvöld þegar liðið hafði betur gegn Tyrklandi í átta liða úrslitum keppninnar í Piraeus í Grikklandi.

Staðan að loknum venjulegum leiktíma var jöfn, 68:68, og því var gripið til framlengingar þar sem Ítalir höfðu betur, 76:74.

Lorela Cubaj var stigahæst í ítalska liðinu með 16 stig, sjö fráköst og tvær stoðsendingar en Sevgi Uzun var stigahæst hjá Tyrkjum með 20 stig, fjögur fráköst og fimm stoðsendingar.

Ítalir mæta annaðhvort Belgíu eða Þýskalandi í undanúrslitunum á föstudaginn kemur en Belgía og Þýskaland mætast í Grikklandi á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert