Viðtal á mbl.is stærsta ástæðan fyrir fjarveru Kristófers

Kristófer Acox.
Kristófer Acox. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristófer Acox fyrirliði Vals verður ekki með Íslandi á Evrópumótinu í körfubolta sem hefst undir lok næsta mánaðar. 

Kristófer var ekki valinn í hópinn sem leikur í D-riðlinum í Póllandi. 

Kristófer mun ekki leika aftur fyrir íslenska landsliðið á meðan Kanadamaðurinn Craig Pedersen þjálfar liðið. Þetta sagði hann í sportpakkanum á Sýn

Kristófer nefndi að Craig hafi gefið honum þrjár ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi var það viðtal sem hann fór í á mbl.is þar sem hann tjáði sig um óánægju sína yfir hlutverkinu sem hann var í í landsliðinu. Síðan nefndi Craig að hann hafi ekki gefið kost á sér í landsliðið árið 2022 né mætt á æfingar árið 2024. 

Kristófer fór á sáttarfund með Craig í febrúar á þessu ári en þar var honum tilkynnt að hann myndi ekki aftur spila fyrir landsliðið. 

„Fundurinn endar í raun þannig að svo lengi sem hann er að þjálfa liðið mun ég ekki vera partur af hópnum í framhaldinu. Og þetta er í rauninni ég að reyna að axla ábyrgð á þessu viðtali, sem ég fór ekki í til að vera með eitthvað vesen.

Ég baðst afsökunar á því og skal alveg taka ábyrgð á því að ég sagði hluti sem ég átti ekki að segja í fjölmiðlum. En ég sá ekki ástæðu til að við gætum ekki mæst í miðjunni og náð að sættast og allavega halda sumrinu opnu,“ sagði Kristófer hjá Sýn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert