Grindvíkingar byrjuðu á sigri gegn Njarðvík

Snjólfur Marel Stefánsson reynir skot í leik liðanna á síðasta …
Snjólfur Marel Stefánsson reynir skot í leik liðanna á síðasta tímabili. mbl.is/Eyþór

Það var líf og fjör í Grindavík í kvöld þegar Grindvíkingar tóku á móti nágrönnum sínum úr Njarðvík á heimavelli sínum í Grindavík og lauk leiknum með stórsigri Grindavíkur 109:96. Var leikið í 1. umferð Íslandsmóts karla í körfubolta.

Þristunum rigndi niður í fyrstu sóknum liðanna og var staðan eftir fjórar sóknir 6:6. Grindvíkingar leiddu fyrstu mínúturnar en Mario Matasovic kom Njarðvíkingum yfir í stöðunni 12:10. Njarðvíkingar héldu forystunni út fyrsta leikhlutann og var staðan að honum loknum 29:27 fyrir Njarðvíkingum í gríðarlega jöfnum leikhluta.

Njarðvíkingar byggðu upp 9 stiga forskot í öðrum leikhluta og var munurinn mestur þegar um 7 mínútur voru eftir af honum í stöðunni 39:30 fyrir Njarðvík.

Þá byrjuðu Grindvíkingar að vinna sig aftur inn í leikinn og tókst þeim að komast yfir í stöðunni 50:49 með körfu frá Jordan Semple. Semple var síðan aftur á ferðinni þegar hann jafnaði leikinn í stöðunni 51:51. Þegar innan við mínúta var eftir af fyrri hálfleik skoraði Ólafur Ólafsson þriggja stiga körfu úr ómögulegu færi og kom Grindvíkingum þremur stigum yfir í stöðunni 54:51. Njarðvíkingar fengu tvö vítaskot til að minnka muninn fyrir hálfleik en Dwayne Lautier - Ogunleye klikkaði á báðum skotum sínum.

Staðan í hálfleik 54:51 fyrir Grindavík.

Jordan Semple var með 15 stig og 5 fráköst fyrir Grindavík í fyrri hálfleik. Khalil Shabazz var með 5 stoðsendingar.

Hjá Njarðvík var Mario Matasovic með 14 stig, Dominykas Milka var með 5 fráköst og Brandon Averette var með 4 stoð

Þriðji leikhluti var svo sannarlega Grindvíkinga. Njarðvíkingar náðu forystu í stöðunni 55:54 en eftir það tóku Grindvíkingar völdin og byggðu hægt og rólega upp 12 stiga forskot í stöðunni 75:63. Njarðvíkingum gekk ekkert að hemja þá Deandre Kane og Jordan Semple.

Grindvíkingar héldu áfram og voru komnir 15 stigum yfir þegar um mínúta var eftir. Það má segja að rothöggið hafi komið nokkrum sekúndum fyrir lok þriðja leikhluta þegar Ólafur Ólafsson setti rándýra þriggja stiga körfu og sendi Njarðvíkinga 18 stigum undir inn í fjórða leikhlutann. Staðan eftir þriðja leikhluta var 85:67 fyrir Grindavík.

Fjórði leikhlutinn var formsatriði fyrir Grindvíkinga. Náðu þeir 22 stiga mun í stöðunni 95:73 og var leiknum í raun lokið í byrjun leikhlutans. Ekkert gekk upp hjá Njarðvíkingum, hvorki í vörn né sókn og ljóst að Grindvíkingar náðu að fanga alla þá stemmningu og allan þann stuðning sem þeim var sýndur á sínum heimavelli í kvöld.

Njarðvíkingar komu með ágætis áhlaup í lokin en það kom alltof seint og munurinn var orðinn alltof mikill. Tókst þeim að minnka muninn niður í 12 stig þegar tæplega 3 mínútur voru til leiksloka í stöðunni 103:91 fyrir Grindavík. Njarðvíkingar gerðu það sem þeir gátu til að laga úrslit leiksins en komust ekki neðar en í 11 stiga mun í stöðunni 107:96. Grindavík vann að lokum sanngjarnan 13 stiga sigur.

Jordan Semple skoraði 28 stig fyrir Grindavík og tók 11 fráköst. Khalil Shabazz var með 11 stoðsendingar.

Dwayne Lautier-Ogunleye var með 23 stig fyrir Njarðvík. Dominykas Milka tók 11 fráköst og gaf Brandon Averette 6 stoðsendingar.

Grindavík 109:96 Njarðvík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert