Fyrsti sigur Keflavíkur

Thelma Dís Ágústsdóttir lék vel.
Thelma Dís Ágústsdóttir lék vel. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Keflavík tók á móti Hamri/Þór í 2. umferð úrvalsdeildar kvenan í körfubolta í kvöld og lauk leiknum með sigri Keflavíkur 102:89. Eftir leikinn eru Keflavíkurkonur með tvö stig en Hamar/Þór leitar enn að fyrsta sigri sínum í deildinni. 

Keflavíkurkonur sýndu mun meiri gæði í fyrri hálfleik og byggðu nokkrum sinnum upp gott forskot en náðu samt aldrei að hrista Hamarskonur almennilega af sér. Mesti munurinn á liðunum í fyrri hálfleik var 15 stig í stöðunni 51:36.

Hamarskonur náðu að saxa á forskot Keflavíkur áður en kom að hálfleiknum og var staðan í hálfleik 51:43, 8 stiga munur. 

Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 13 stig og tók 6 fráköst í fyrri hálfleik fyrir Keflavík og gaf Anna Ingunn Svansdóttir 5 stoðsendingar. Hjá Hamar Þór var Jovana Markovic með 12 stig. Jadakiss Nashi Guinn tók 8 fráköst og gaf 5 stoðsendingar.

Staðan hálfleik 51:43 fyrir Keflavík. 

Hamarskonur náðu að saxa forskot Keflavíkur niður í 3 stig í stöðunni 58:55 fyrir Keflavík. Þá tók Hörður Axel Vilhjálmsson þjálfari Keflavíkur leikhlé. Eftir það hófst frábær kafli Keflavíkur sem skilaði þeim 16 stiga forskoti í stöðunni 77:61.

Hamarskonur náðu síðan að saxa aftur á forskot Keflavíkur og var munurinn 11 stig þegar þriðja leikhluta lauk í stöðunni 79:68 fyrir Keflavík.

Keflvíkingar sýndu gæði sín í fjórða leikhlutanum og keyrðu hreinlega yfir Hamar/Þór. Þegar 4 mínútur voru til leiksloka var staðan 95:78 og munurinn 17 stig. Hamarskonur náðu ekki að koma til baka úr þeirri stöðu og unnu Keflavíkurkonur að lokum sanngjarnan sigur. 

Thelma Dís Ágústsdóttir skoraði 29 stig fyrir Keflavík. Sara Rún Hinriksdóttir tók 11 fráköst og gaf Anna Ingunn Svansdóttir 7 stoðsendingar.

Mariana Duran skoraði 22 stig fyrir Hamar/Þór. Ellen Iversen tók 14 fráköst og Jadakiss Nashi Guinn gaf 9 stoðsendingar.

Keflavík 102:89 Hamar/Þór opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert