Tindastóll vann spennuleik – Haukar með fullt hús

Rebekka Rut Steingrímsdóttir úr KR sækir að Haukum í kvöld. …
Rebekka Rut Steingrímsdóttir úr KR sækir að Haukum í kvöld. Sigrún Björg Ólafsdóttir er til varnar. mbl.is/Eyþór

Tindastóll hafði betur gegn Stjörnunni, 95:92, í miklum spennuleik í 2. umferð úrvalsdeildar kvenna í körfubolta á Sauðárkróki í kvöld. Tindastóll er með einn sigur og eitt tap og Stjarnan tvö töp.

Staðan var 93:92 fyrir Tindastóli þegar Stjarnan var með boltann og um 20 sekúndur voru eftir. Stjörnukonur voru dæmdar brotlegar og Tindastóll sigldi sigrinum í höfn.

Marta Hermida átti stórkostlegan leik fyrir Tindastól og skoraði 49 stig og gaf átta stoðsendingar. Madison Sutton skoraði 24 stig og tók 16 fráköst.

mbl.is/Eyþór

Diljá Ögn Lárusdóttir skoraði 20 stig fyrir Stjörnuna og Eva Wium Elíasdóttir 19.

Sannfærandi meistarar

Íslandsmeistarar Hauka áttu ekki í vandræðum með að vinna nýliða KR á útivelli, 92:70. Haukar eru með tvo sigra og KR einn sigur og eitt tap.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og var staðan eftir tvo leikhluta 40:37, Haukum í vil. Haukar voru svo mun sterkari í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur.

Krystal-Jade Freeman skoraði 24 stig fyrir Hauka og Amandine Toi gerði 18 fyrir meistarana.

Molly Kaiser skoraði 24 stig fyrir KR og Eve Braslis 14 í sínum fyrsta leik með liðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert