Keflavík hefur samið við ísraelska körfuboltamanninn Egor Koulechov og mun hann leika með karlaliði félagsins á tímabilinu. Koulechov er fæddur í Rússlandi en lék fyrir yngri landslið Ísraels.
Frá þessu er greint í hlaðvarpsþættinum Run and Gun.
Hann er þrítugur bakvörður og framherji sem er 196 sentimetrar á hæð og kemur til Keflavíkur frá Hapoel Jerúsalem í Ísrael.
Koulechov hefur stærstan hluta ferilsins leikið í Ísrael en einnig í Rússlandi auk þess að hafa leikið um fimm ára skeið í bandaríska háskólaboltanum með þremur mismunandi liðum.
