Álftanes, Grindavík, KR og Tindastóll eru öll með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í úrvalsdeild karla í körfubolta en fjórir leikir fóru fram í kvöld.
Tindastóll vann Keflavík á Sauðárkróki, 101:81. Keflvíkingar byrjuðu leikinn mun betur og voru komnir í ellefu stiga forystu eftir nokkrar mínútur, 15:4.
Tindastóll náði hins vegar frumkvæðinu þegar leið á annan leikhluta og eftir það var aldrei spurning hver sigurvegarinn yrði.
Ivan Gavrilovic átti frábæran leik fyrir Tindastól en hann skoraði 27 stig, tók sjö fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Hjá Keflavík skoraði Darryl Morsell 15 stig, tók 10 fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.
KR vann sannfærandi sigur á Ármanni, 115:89, í Laugardalnum.
KR-liðið var mun betra allan leikinn og komst meðal annars 28 stigum yfir. Ármenningar höfðu fá svör við sóknarleik KR-inga og virðast ætla að vera í smá veseni.
Linards Jaunzems skoraði 20 stig, tók 10 fráköst og gaf sex stoðsendingar í liði KR. Hjá Ármanni skoraði Bragi Guðmundsson 21 stig, tók þrjú fráköst og gaf átta stoðsendingar.
Grindavík vann ÍA, 116:99, í Grindavík. Þetta er annar sigur Grindvíkinga á heimavelli og hefur liðið farið yfir 100 stig í báðum leikjum.
Staðan var jöfn eftir fyrsta leikhluta, 28:28, en Grindavík setti tóninn snemma í öðrum og leit ekki til baka.
Khalil Shabazz átti vægast sagt stórleik fyrir Grindavík en hann skoraði 40 stig, tók tvö fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Gojko Zudzum skoraði 27 stig, tók 14 fráköst og gaf tvær stoðsendingar í liði ÍA.
Álftanes vann þá Þór Þorlákshöfn, 89:70, í Þorlákshöfn.
Álftnesingar voru betri allan leikinn og náðu strax sex stiga forskoti eftir fyrsta leikhluta, 22:16.
Álftnesingar unnu síðan næstu tvo leikhluta og var munurinn orðinn of mikill þegar Þórsarar náðu smá áhlaupi undir lokin.
David Okeke átti magnaðan leik fyrir Álftanes en hann skoraði 21 stig, tók 19 fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Hjá Þór skoraði Jacoby Ross 21 stig, tók sex fráköst og gaf tíu stoðsendingar.
Gangur leiksins:: 4:8, 9:17, 16:26, 24:28, 33:33, 33:41, 43:45, 53:48, 61:52, 67:54, 67:59, 75:62, 82:70, 88:71, 97:73, 101:81.
Tindastóll: Ivan Gavrilovic 27/7 fráköst, Adomas Drungilas 17/10 fráköst, Dedrick Deon Basile 16/9 stoðsendingar, Júlíus Orri Ágústsson 15/6 fráköst/5 stoðsendingar, Sigtryggur Arnar Björnsson 11, Davis Geks 10, Ragnar Ágústsson 5/6 fráköst.
Fráköst: 25 í vörn, 9 í sókn.
Keflavík: Jaka Brodnik 17, Darryl Latrell Morsell 15/10 fráköst, Hilmar Pétursson 14, Jordan Kevin Williams 12/7 fráköst/6 stoðsendingar, Craig Edward Moller 11/5 fráköst, Ólafur Björn Gunnlaugsson 6, Halldór Garðar Hermannsson 4, Eyþór Lár Bárðarson 2.
Fráköst: 22 í vörn, 8 í sókn.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Sigurbaldur Frímannsson.
Áhorfendur: 450
Gangur leiksins:: 8:12, 13:14, 20:22, 25:28, 29:37, 40:45, 44:55, 47:60, 49:68, 53:73, 56:80, 62:89, 71:98, 79:103, 85:111, 89:115.
Ármann: Bragi Guðmundsson 21/8 stoðsendingar, Daniel Love 19/6 fráköst, Marek Dolezaj 18/7 fráköst, Kári Kaldal 12, Alfonso Birgir Gomez Söruson 9, Arnaldur Grímsson 7/4 fráköst, Frosti Valgarðsson 3.
Fráköst: 21 í vörn, 3 í sókn.
KR: Linards Jaunzems 20/10 fráköst/6 stoðsendingar, Kenneth Jamar Doucet JR 19/11 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 17/10 fráköst/8 stoðsendingar, Þorvaldur Orri Árnason 16/4 fráköst, Aleksa Jugovic 12, Friðrik Anton Jónsson 10, Orri Hilmarsson 10, Reynir Bjarkan Barðdal Róbertsson 5, Veigar Áki Hlynsson 4/4 fráköst, Lars Erik Bragason 2.
Fráköst: 33 í vörn, 13 í sókn.
Dómarar: Bjarki Þór Davíðsson, Jón Þór Eyþórsson, Guðmundur Ragnar Björnsson.
Áhorfendur: 350
Gangur leiksins:: 3:3, 3:13, 8:17, 16:22, 18:26, 18:34, 26:40, 29:42, 35:52, 40:58, 45:64, 49:64, 54:70, 60:76, 64:83, 70:89.
Þór Þ.: Jacoby Ross 21/6 fráköst/10 stoðsendingar, Konstantinos Gontikas 17/8 fráköst, Rafail Lanaras 13/9 fráköst/6 stoðsendingar, Lazar Lugic 6/8 fráköst, Emil Karel Einarsson 5/4 fráköst, Skarphéðinn Árni Þorbergsson 5, Davíð Arnar Ágústsson 3/4 fráköst.
Fráköst: 29 í vörn, 12 í sókn.
Álftanes: Ade Taqqiyy Henry Murkey 24/7 fráköst, David Okeke 21/19 fráköst/5 stoðsendingar, Dúi Þór Jónsson 13/9 stoðsendingar, Shawn Dominique Hopkins 13/4 fráköst, Hilmir Arnarson 8, Sigurður Pétursson 8/5 fráköst, Haukur Helgi Briem Pálsson 2.
Fráköst: 35 í vörn, 6 í sókn.
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Einar Valur Gunnarsson.
Áhorfendur: 250
Gangur leiksins:: 7:5, 18:15, 23:24, 28:28, 33:35, 40:35, 55:41, 57:43, 63:48, 74:54, 81:60, 85:73, 97:81, 104:85, 113:93, 116:99.
Grindavík: Khalil Shabazz 40/7 stoðsendingar/5 stolnir, Arnór Tristan Helgason 19/4 fráköst, Daniel Mortensen 19/7 fráköst, Ólafur Ólafsson 11, Kristófer Breki Gylfason 9, Jordan Semple 6/7 fráköst/5 stoðsendingar, Deandre Donte Kane 6/5 fráköst, Nökkvi Már Nökkvason 3, Unnsteinn Rúnar Kárason 3.
Fráköst: 16 í vörn, 14 í sókn.
ÍA: Gojko Zudzum 27/14 fráköst, Styrmir Jónasson 19/5 stoðsendingar, Darnell Cowart 15/8 fráköst/5 stoðsendingar, Lucien Thomas Christofis 14/7 stoðsendingar, Kristófer Már Gíslason 12, Aron Elvar Dagsson 12.
Fráköst: 21 í vörn, 9 í sókn.
Dómarar: Gunnlaugur Briem, Jakob Árni Ísleifsson, Sófus Máni Bender.
Áhorfendur: 407