Lárus Jónsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari danska karlalandsliðsins í körfuknattleik.
Lárus, sem er 46 ára gamall, er þjálfari karlaliðs Þórs frá Þorlákshöfn og mun áfram sinna því starfi. Undir hans stjórn varð Þór Íslandsmeistari í fyrsta sinn vorið 2021.
Tekur Lárus við starfi aðstoðarþjálfara hjá Danmörku af Michael Brees.
Hann er reynslumikill þjálfari sem hefur verið í þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins, hefur þjálfað fjölda yngri landsliða Íslands og þjálfað karlalið Þórs á Akureyri, Breiðabliks og Hamars ásamt kvennaliði Hamars.
