Stjarnan vann Val eftir mikla spennu

Kári Jónsson úr Val með boltann í kvöld. Ægir Þór …
Kári Jónsson úr Val með boltann í kvöld. Ægir Þór Steinarsson verst honum. mbl.is/Ólafur Árdal

Íslandsmeistarar Stjörnunnar unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu í úrvalsdeild karla í körfubolta er liðið sigraði Val, 94:91, á heimavelli sínum í annarri umferðinni í kvöld. Valur er enn án stiga.

Valsmenn byrjuðu af miklum krafti og komust snemma tíu stigum yfir. Þegar leikhlutinn var allur var staðan 34:26. Valur byrjaði annan leikhluta á að komast tíu stigum yfir aftur, 36:26, en eftir það var komið að Stjörnunni.

Heimamenn minnkuðu muninn örugglega og var staðan jöfn, 39:39, þegar annar leikhluti var tæplega hálfnaður. Stjarnan hélt áfram að vera betri aðilinn og voru Stjörnumenn sjö stigum yfir í hálfleik, 53:46, eftir 27:12-sigur í öðrum leikhluta.

Liðin skiptust á að skora nær allan þriðja leikhluta og var staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann 75:66 og Stjörnumenn í fínum málum. Valur byrjaði hins vegar betur í fjórða leikhluta og minnkaði muninn í fjögur stig, 77:73, þegar rúmar sjö mínútur voru eftir.

Valsmenn héldu áfram og jöfnuðu í 77:77 þegar sex mínútur voru eftir. Þá tók við góður kafli hjá Stjörnunni og munaði fimm stigum þegar fjórar og hálf mínúta voru eftir, 86:81. Kári Jónsson svaraði með tveimur þristum og var Valur með 87:86 forskot þegar þrjár mínútur voru eftir.

Stjörnumenn voru sterkari á lokakaflanum og unnu að lokum nauman sigur í skemmtilegum leik.

Luka Gasic skoraði 25 stig fyrir Stjörnuna og Pablo Bertone 19. Kári Jónsson gerði 20 stig fyrir Val og Lazar Nikolic 19. 

Gangur leiksins:: 3:5, 9:17, 17:22, 26:34, 34:39, 45:42, 49:46, 53:46, 57:52, 65:56, 69:59, 75:66, 77:73, 83:79, 86:89, 94:91.

Stjarnan: Luka Gasic 25/7 fráköst, Pablo Cesar Bertone 19, Giannis Agravanis 17/7 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 15/9 stoðsendingar, Orri Gunnarsson 9/10 fráköst/4 varin skot, Bjarni Guðmann Jónson 6/6 fráköst, Jakob Kári Leifsson 3.

Fráköst: 24 í vörn, 12 í sókn.

Valur: Kári Jónsson 20/6 fráköst, Lazar Nikolic 19/6 fráköst/5 stoðsendingar, Kristófer Acox 15/13 fráköst, Callum Reese Lawson 13, Frank Aron Booker 8/10 fráköst, Ástþór Atli Svalason 8, LaDarien Dante Griffin 6/4 fráköst/5 stoðsendingar, Karl Kristján Sigurðarson 2.

Fráköst: 31 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Gunnlaugur Briem, Ingi Björn Jónsson.

Áhorfendur: 532

Stjarnan 94:91 Valur opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka