Hversu langt ertu til í að ganga til að sigra? Er það þess virði að beygja reglurnar aðeins og taka ákvarðanir sem mörgum gætu þótt dansa á línunni hvað varðar siðferði?
Stjarnan vann Val, 94:91, í úrvalsdeild karla í körfubolta á laugardaginn. Pablo Bertone átti stóran þátt í sigri Stjörnunnar en hann var mikilvægur á lokakaflanum, þrátt fyrir að hann ætti að flestra mati að vera í leikbanni.
Eins og Morgunblaðið fjallaði um í gær var Bertone úrskurðaður í fimm leikja bann í lokaleik sínum með Val árið 2023. Ef allt væri eðlilegt hefði hann afplánað bannið með Stjörnunni og misst af fyrstu leikjum tímabilsins.
Hann missti hins vegar aðeins af einum deildarleik með Stjörnunni, tapinu gegn KR í fyrstu umferð, þar sem hann tók út stóran hluta bannsins með KFG, venslaliði Stjörnunnar. Stjarnan braut engar reglur, vann leikinn og forráðamenn félagsins sjá væntanlega ekki eftir neinu, þrátt fyrir vafasama starfshætti.
Skiljanlega er Valsmönnum ekki skemmt og þeir sendu frá sér harðorða yfirlýsingu á sunnudag þar sem eftirfarandi kom m.a. fram:
„Miðað við þetta geta leikmenn tekið út bann með liði sem þeir hafa aldrei leikið fyrir og munu aldrei leika fyrir. Slíkt er augljóslega í ósamræmi við tilgang agaviðurlaga og anda leiksins. Með þessu er verið að senda aga- og úrskurðarnefnd og KKÍ langt nef og hæðast að hugmyndafræði leiksins.“
Það er auðvelt að gagnrýna starfshætti Stjörnunnar en ástandið er fyrst og fremst klúður hjá KKÍ. Þetta á ekki að vera hægt. Það verður að teljast líklegt að fleiri félög hefðu gert það sama og Garðabæjarfélagið í sömu stöðu.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
