Klúður hjá KKÍ – þetta á ekki að vera hægt

Ægir Þór Steinarsson og Kári Jónsson eigast við í leiknum …
Ægir Þór Steinarsson og Kári Jónsson eigast við í leiknum í Stjörnuheimiliinu. mbl.is/Ólafur Árdal

Hversu langt ertu til í að ganga til að sigra? Er það þess virði að beygja reglurnar aðeins og taka ákvarðanir sem mörgum gætu þótt dansa á línunni hvað varðar siðferði? 

Stjarnan vann Val, 94:91, í úrvalsdeild karla í körfubolta á laugardaginn. Pablo Bertone átti stóran þátt í sigri Stjörnunnar en hann var mikilvægur á lokakaflanum, þrátt fyrir að hann ætti að flestra mati að vera í leikbanni.

Eins og Morgunblaðið fjallaði um í gær var Bertone úrskurðaður í fimm leikja bann í lokaleik sínum með Val árið 2023. Ef allt væri eðlilegt hefði hann afplánað bannið með Stjörnunni og misst af fyrstu leikjum tímabilsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert