Njarðvík vann Tindastól 92:70 í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í kvöld og eru Njarðvíkurkonur með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Tindastóll er með tvö stig eftir jafn marga leiki.
Það sást glögglega í kvöld að Njarðvíkurkonur voru mun betra liðið á vellinum en skotnýting Njarðvíkurkvenna hefði mátt vera mun betri í fyrri hálfleik. Tindastóll mætti með aðeins 8 leikmenn í leikinn og átti það eftir að hafa sjáanleg áhrif á þeirra leik gegn liði sem er spáð toppnum í vetur.
Njarðvíkingar byggðu fljótlega upp forskot á Skagfirðinga og var munurinn iðulega í kringum 10 stig á milli liðanna. Staðan eftir fyrsta leikhluta var þó 22:15 og aðeins 7 stiga munur.
Njarðvíkurkonur juku mun sinn í mest 14 stig í öðrum leikhluta en eins og í fyrsta leikhluta var skotnýting Njarðvíkinga ekki nægilega góð. Vítanýting liðsins var aðeins 66% á meðan hún var 100% hjá Tindastóli. Skotnýting utan af velli var 48% hjá Njarðvík en aðeins 30% hjá Skagfirðingum.
Staðan í hálfleik var 45:33 fyrir Njarðvíkinga.
Paulina Hersler var með 12 stig og 5 fráköst fyrir Njarðvík í fyrri hálfleik. Britttany Dinkins gaf 7 stoðsendingar.
Madison Anne Sutton skoraði 14 stig og tók 11 fráköst fyrir Tindastól í fyrri hálfleik. Marta Hermida gaf 5 stoðsendingar.
Njarðvíkingar mættu af fullum krafti inn í seinni hálfleikinn og juku muninn í mest 20 stig í stöðunni 67:47 og 69:49. Tindastólskonur gáfust þó aldrei upp og náðu að minnka muninn niður í 14 stig fyrir lok leikhlutans og var staðan að honum loknum 69:55 fyrir Njarðvík.
Fjórði leikhlutinn var formsatriði fyrir Njarðvíkinga. Munurinn var yfirleitt á bilinu 13-15 stig og sigldu Njarðvíkurkonur þægilegum 22 stiga sigri heim í sínum fyrsta heimaleik á tímabilinu.
Brittany Dinkins skoraði 21 stig og tók 16 fráköst. Danielle Victoria Rodriques gaf 6 stoðsendingar fyrir Njarðvík.
Madison Anne Sutton skoraði 26 stig, tók 21 fráköst og gaf 6 stoðsendingar fyrir Tindastól.
IceMar-höllin, Bónus deild kvenna, 15. október 2025.
Gangur leiksins:: 8:4, 15:6, 17:11, 22:15, 30:20, 34:20, 41:26, 45:33, 50:39, 60:43, 67:47, 69:53, 71:57, 78:65, 85:67, 92:70.
Njarðvík: Brittany Dinkins 21/9 fráköst/16 stoðsendingar, Paulina Hersler 18/7 fráköst, Danielle Victoria Rodriguez 16/7 fráköst/6 stoðsendingar, Helena Rafnsdóttir 13, Hulda María Agnarsdóttir 7, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 5, Krista Gló Magnúsdóttir 5/5 fráköst, Sara Björk Logadóttir 5, Kristín Björk Guðjónsdóttir 2.
Fráköst: 29 í vörn, 7 í sókn.
Tindastóll: Madison Anne Sutton 26/21 fráköst/6 stoðsendingar, Marta Hermida 20/8 stoðsendingar/8 stolnir, Emma Katrín Helgadóttir 7, Klara Sólveig Björgvinsdóttir 6, Oceane Kounkou 6, Eva Run Dagsdottir 3, Brynja Líf Júlíusdóttir 2.
Fráköst: 19 í vörn, 13 í sókn.
Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Stefán Kristinsson, Einar Valur Gunnarsson.
Áhorfendur: 370