Bretland mætir ekki Litháen – óvíst með Ísland

Leikmenn Bretlands fagna á EM 2025.
Leikmenn Bretlands fagna á EM 2025. AFP/Heikki Saukkomaa

Breska körfuknattleikssambandið hefur staðfest að fyrirhugaður leikur breska karlalandsliðsins gegn Litháen í undankeppni HM 2027 fari ekki fram. Í yfirlýsingu frá sambandinu kemur hins vegar ekki fram hvort leikur Bretlands gegn Íslandi fari fram.

Alþjóðakörfuknattleikssambandið, FIBA, úrskurðaði í dag breska karlalandsliðið í körfubolta í bann frá alþjóðlegum keppnum.

Í yfirlýsingunni er því heitið að sambandið muni vinna með FIBA til þess að fá banninu aflétt og þess getið að leikur Bretlands gegn Litháen, sem átti að fara fram 27. nóvember, fari ekki fram.

Þremur dögum síðar á Bretland að mæta Íslandi en líklegt þykir að sá leikur fari ekki heldur fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert