Bandaríski körfuboltamaðurinn Malcolm Brogdon hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir níu tímabil í NBA-deildinni. Brogdon er aðeins 32 ára gamall.
Hann lék síðast með Washington Wizards og lék einnig með Portland Trail Blazers, Boston Celtics, Indiana Pacers og Milwaukee Bucks, sem valdi hann í nýliðavalinu árið 2016.
Brogdon greindi frá tíðindunum í samtali við ESPN. Hann var valinn nýliði ársins í NBA-deildinni árið 2017 og sjötti maður ársins 2023.
