Metin féllu og Skagfirðingum hrósað í hástert

Ragnar Ágústsson átti stórleik.
Ragnar Ágústsson átti stórleik. Ljósmynd/Jóhann Helgi

Tindastóll sló nokkur met ENBL-deildarinnar í gærkvöldi er liðið sigraði Gimle frá Noregi örugglega, 125:88, í Síkinu á Sauðárkróki.  

Heimasíða keppninnar greinir frá í dag að Tindastóll hafi slegið nokkur met í leiknum og vekur athygli á áhuganum á körfuboltanum í litlu samfélagi.

Í greininni er Skagfirðingum hrósað í hástert fyrir að 27 prósent bæjarbúa hafi mætt á leikinn, eða 700 manns. Fá dæmi séu um slíkt.

Ragnar Ágústsson var stigahæstur í leiknum með 28 stig, Taiwo Badmus gerði 22 og Ivan Gavrilovic 20.

Metin sem féllu í gær:

Flest stig í einum leik í keppninni (213).
Flest stig skoruð af einu liði í leik í keppninni (125).
Flestar þriggja stiga körfur hjá einu liði í keppninni (19).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert