Fylkir tekur á móti KV í 2. umferð 1. deildar karla í körfubolta í Fylkishöll í kvöld klukkan 19:15 en þetta er fyrsti heimaleikur félagsins í 1. deildinni frá upphafi.
Körfuboltinn í Árbænum var í mikilli lægð frá aldamótum en hefur tekið við sér á nýjan leik og hefur mikil uppbygging átt sér stað á síðustu árum, bæði í yngri flokkum félagsins og hjá meistaraflokknum.
Liðið fagnaði sigri í 2. deildinni á síðustu leiktíð og tryggði sér um leið sæti í 1. deildinni í fyrsta sinn í sögu félagsins.
Fylkir tapaði í 1. umferðinni fyrir Snæfelli í Stykkishólmi, 90:78 og er í níunda sæti deildarinnar án stiga.
