Tindastóll valtaði yfir ÍR, 113:67, í 3. umferð úrvalsdeildar karla í körfubolta í Skógarseli í kvöld.
Tindastóll er því enn með fullt hús stiga og alls fimm sigra í fimm leikjum í öllum keppnum á tímabilinu. ÍR er með einn sigur og tvö töp í deildinni.
ÍR-ingar byrjuðu aðeins betur og komust í 9:4 snemma leiks. Tindastóll svaraði, jafnaði í 15:15 og komst yfir í kjölfarið. Var staðan eftir fyrsta leikhluta 28:25.
Í öðrum leikhluta voru gestirnir frá Skagafirði með yfirhöndina allan tímann. Vörnin small vel og hinum megin hittu gestirnir vel. Þeir unnu leikhlutann að lokum 28:13 og var staðan í hálfleik því 56:38.
Tindastóll hélt áfram að bæta í forskotið í þriðja leikhluta og munaði 30 stigum fyrir fjórða og síðasta leikhlutann, 81:51, og því aðeins spurning um hve stór sigurinn yrði.
Að lokum munaði 46 stigum eftir fjórða leikhlutann og Skagfirðingar fóru í góðu skapi aftur norður.
Gangur leiksins:: 10:6, 15:15, 23:22, 25:28, 27:37, 31:44, 33:49, 38:56, 42:62, 46:71, 48:76, 51:81, 57:86, 59:94, 59:100, 67:113.
ÍR: Dimitrios Klonaras 19/8 fráköst, Tsotne Tsartsidze 11/4 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 8, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 7/5 fráköst, Jacob Falko 7/6 stoðsendingar, Tómas Orri Hjálmarsson 5, Kristján Fannar Ingólfsson 5, Zarko Jukic 5.
Fráköst: 20 í vörn, 11 í sókn.
Tindastóll: Sigtryggur Arnar Björnsson 22, Ragnar Ágústsson 20/6 fráköst, Ivan Gavrilovic 16/9 fráköst, Dedrick Deon Basile 15/4 fráköst/5 stoðsendingar, Davis Geks 12/7 fráköst, Taiwo Hassan Badmus 11/5 fráköst, Hannes Ingi Másson 6, Júlíus Orri Ágústsson 6/5 stoðsendingar, Adomas Drungilas 5/6 fráköst.
Fráköst: 30 í vörn, 11 í sókn.
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Bjarki Þór Davíðsson, Bergur Daði Ágústsson.
Áhorfendur: 287