Anwil Wloclawek frá Póllandi sigraði Braunschweig frá Þýskalandi á heimavelli í Evrópubikar karla í körfubolta í kvöld, 84:65.
Elvar Már Friðriksson átti flottan leik fyrir Anwil Wloclawek og skoraði níu stig, tók fjögur fráköst og gaf sjö stoðsendingar á 25 mínútum.
Tapið var það fyrsta hjá Braunschweig í keppninni og er liðið í toppsæti F-riðils með sex stig. Anwil og PAOK eru með fjögur hvort.
