Þriðji sigur Stjörnunnar í röð

Heiðrún Björg Hlynsdóttir úr Stjörnunni sækir á Jóníu Þórdísi Karlsdóttur …
Heiðrún Björg Hlynsdóttir úr Stjörnunni sækir á Jóníu Þórdísi Karlsdóttur hjá Ármanni í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjarnan vann sinn þriðja sigur í röð í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í kvöld er liðið lagði nýliða Ármanns á heimavelli, 103:81.

Stjarnan fór upp í sex stig og upp að hlið Keflavíkur í sjötta sæti með sigrinum. Ármann er með tvö stig í níunda sæti.

Stjörnukonur voru sterkari allan leikinn í kvöld og var staðan í hálfleik 55:36. Voru gestirnir í Ármanni ekki líklegir til að jafna í seinni hálfleik.

Diljá Ögn Lárusdóttir skoraði 29 stig fyrir Stjörnuna og Berglind Katla Hlynsdóttir gerði 18.

Khiana Johnson skoraði 20 fyrir Ármann og Dzana Crnac kom næst með 18.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert