Stjarnan vann sinn þriðja sigur í röð í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í kvöld er liðið lagði nýliða Ármanns á heimavelli, 103:81.
Stjarnan fór upp í sex stig og upp að hlið Keflavíkur í sjötta sæti með sigrinum. Ármann er með tvö stig í níunda sæti.
Stjörnukonur voru sterkari allan leikinn í kvöld og var staðan í hálfleik 55:36. Voru gestirnir í Ármanni ekki líklegir til að jafna í seinni hálfleik.
Diljá Ögn Lárusdóttir skoraði 29 stig fyrir Stjörnuna og Berglind Katla Hlynsdóttir gerði 18.
Khiana Johnson skoraði 20 fyrir Ármann og Dzana Crnac kom næst með 18.
