Gunnar tapaði með minnsta mun

16.3. Gunnar Nelson þurfti að játa sig sigraðan er hann mætti Leon Edwards á UFC-kvöldi í London í kvöld. Bardaginn fór í þrjár lotur og Gunnar tapaði á stigum með minnsta mun. Meira »

„Minnir á stemninguna fyrir EM“

16.3. Þrátt fyrir að andstæðingur Gunnars Nelson í UFC-bardaga kvöldsins í London sé Breti búast Íslendingar á svæðinu við því að Gunnar hljóti mikinn stuðning. Hann sé vinsæll meðal Breta og auk þess er fjöldi Íslendinga kominn út til að styðja sinn mann. Meira »

Ætlar að vinna Gunnar og fá titilbardaga

15.3. Gunnar Nelson keppir á UFC-bardagakvöldinu í London annað kvöld. Hann mætir Bretanum Leon Edwards í mikilvægum bardaga upp á framtíð Gunnars í veltivigtinni. Gunnar er búinn að vinna átta af ellefu bardögum sínum í UFC og Edwards átta af tíu bardögum. Meira »

Askren spáir Gunnari sigri

15.3. Ben Askren, einn litríkasti bardagamaður UFC-samtakanna, spáir því að Gunnar Nelson fari með sigur af hólmi gegn Leon Edwards er þeir mætast á UFC-bardagakvöldi í London annað kvöld. Meira »

Fimm bestu tilþrif Gunnars í búrinu

15.3. Bardagamaðurinn Gunnar Nelson mætir Bretanum Leon Edwards á UFC-kvöldi í London annað kvöld. Gunnar reynir þá að fylgja eftir góðum sigri á Alex Oliveira frá því í desember. Meira »

„Aldrei séð hann í svona góðu formi“

9.3. „Þetta gengur bara allt mjög vel,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir MMA-bardagakappans Gunnars Nelson, sem berst við Bretann Leon Edwards á UFC-kvöldinu í Lundúnum laugardagskvöldið 16. mars, spurður um undirbúning sonar síns fyrir bardagann, sem margir bíða með eftirvæntingu. Meira »

Jones varði titilinn - Usman nýr meistari

3.3. Jon Jones varði titil sinn í léttþungavigt UFC-bardagasamtakanna með öruggum sigri á Anthony Smith á UFC 235 í nótt. Allir dómararnir dæmdu Jones sigur eftir fimm ójafnar lotur. Meira »

Gunnar Nelson snýr aftur í mars

16.1. Bardagakappinn Gunnar Nelson mun snúa aftur í búrið eftir tvo mánuði og mæta Leon Edwards í UFC. Bardaginn fer fram í London 16. mars. Meira »

Gunnar ætlar að aðstoða McGregor

25.12. Fari svo að Khabib Nurmagomedov og Conor McGregor mætist á nýjan leik í UFC, ætlar Gunnar Nelson að aðstoða McGregor við að gera sig kláran í bardagann. Khabib og McGregor mættust fyrr á árinu og hafði Khabib þá betur með hengingu. Meira »

Sunna „sleppir dýrinu lausu“

4.3. Bardagakonan Sunna Rannveig Davíðsdóttir snýr aftur í búrið 3. maí í Kansas City eftir langt hlé frá keppni en hún hefur glímt við þrálát handarmeiðsli. Meira »

Conor og Khabib fengu bönn og sektir

29.1. Bardagakapparnir Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov fengu í dag bönn og sektir frá Íþróttasambandi Nevada í Bandaríkjunum fyrir sinn þátt í slagsmálum eftir að þeir börðust á UFC 229 í október. Meira »

Handsprengju kastað að andstæðingi Gunnars

25.12. Gunnar Nelson mætti hinum brasilíska Alex Oliveira á UFC 231-bar­daga­kvöld­inu í Toronto fyrr í mánuðinum. Gunnar vann með glæsibrag eftir þungt olnbogahögg og þurfti að sauma 38 spor í enni Oliveira í kjölfarið. Meira »

Lyfjaeftirlitið grípur inn í UFC

24.12. Bandaríska lyfjaeftirlitið hefur gripið inn í komandi bardaga á milli Jon Jones og Alexander Gustafsson í UFC, sem á að fara fram þann 29. desember. Meira »