Gunnar á leið til Kaupmannahafnar

26.6. Bardagakappinn Gunnar Nelson mun berjast í Kaupmannahöfn í Danmörku þann 28. september næstkomandi en þetta var staðfest í dag. Meira »

Sunna úr leik eftir naumt tap

4.5. Sunna Rannveig Davíðsdóttir féll úr leik í 1. umferð á Phoenix Rising-bardagakvöldinu í Kansas í Bandaríkjunum í kvöld. Sunna tapaði með minnsta mun á móti Kailin Curran eftir klofna dómaraákvörðun. Meira »

Inga og Kristján sigurvegarar á Mjölni Open

13.4. Fullt var út úr dyrum á Mjölni Open, stærsta uppgjafarglímumót á Íslandi, sem fram fór í húsakynnum Mjölnis í Öskjuhlíðinni í dag en rúmlega sextíu keppendur voru skráðir til leiks frá átta félögum alls staðar af landinu. Kristján Helgi Hafliðason og Inga Birna Ársælsdóttir úr Mjölni voru sigurvegarar dagsins en þau sigruðu bæði opnu flokkana og sína þyngdarflokka. Meira »

Conor handtekinn fyrir meint kynferðisbrot

26.3. Aðeins nokkrum klukkutímum eftir að Conor McGregor tilkynnti á Twitter að hann væri hættur í MMA, birti bandaríska dagblaðið New York Times grein þess efnis að hann væri í rannsókn lögreglu fyrir meint kynferðisbrot. Meira »

McGregor er hættur

26.3. Írski bardagakappinn Conor McGregor tilkynnti í gærkvöld að hann hafi ákveðið að hætta og hefur heitið því að leggja hanskana á hilluna. Meira »

Gunnar féll niður styrkleikalistann

21.3. Gunnar Nelson féll niður um eitt sæti á styrkleikalista veltivigtarinnar í UFC-bardagasamtökunum eftir tapið gegn Leon Edwards í London um síðustu helgi. Gunnar féll úr þrettánda sæti niður í það fjórtánda. Meira »

„Minnir á stemninguna fyrir EM“

16.3. Þrátt fyrir að andstæðingur Gunnars Nelson í UFC-bardaga kvöldsins í London sé Breti búast Íslendingar á svæðinu við því að Gunnar hljóti mikinn stuðning. Hann sé vinsæll meðal Breta og auk þess er fjöldi Íslendinga kominn út til að styðja sinn mann. Meira »

Askren spáir Gunnari sigri

15.3. Ben Askren, einn litríkasti bardagamaður UFC-samtakanna, spáir því að Gunnar Nelson fari með sigur af hólmi gegn Leon Edwards er þeir mætast á UFC-bardagakvöldi í London annað kvöld. Meira »

„Aldrei séð hann í svona góðu formi“

9.3. „Þetta gengur bara allt mjög vel,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir MMA-bardagakappans Gunnars Nelson, sem berst við Bretann Leon Edwards á UFC-kvöldinu í Lundúnum laugardagskvöldið 16. mars, spurður um undirbúning sonar síns fyrir bardagann, sem margir bíða með eftirvæntingu. Meira »

Gunnar tapaði með minnsta mun

16.3. Gunnar Nelson þurfti að játa sig sigraðan er hann mætti Leon Edwards á UFC-kvöldi í London í kvöld. Bardaginn fór í þrjár lotur og Gunnar tapaði á stigum með minnsta mun. Meira »

Ætlar að vinna Gunnar og fá titilbardaga

15.3. Gunnar Nelson keppir á UFC-bardagakvöldinu í London annað kvöld. Hann mætir Bretanum Leon Edwards í mikilvægum bardaga upp á framtíð Gunnars í veltivigtinni. Gunnar er búinn að vinna átta af ellefu bardögum sínum í UFC og Edwards átta af tíu bardögum. Meira »

Fimm bestu tilþrif Gunnars í búrinu

15.3. Bardagamaðurinn Gunnar Nelson mætir Bretanum Leon Edwards á UFC-kvöldi í London annað kvöld. Gunnar reynir þá að fylgja eftir góðum sigri á Alex Oliveira frá því í desember. Meira »

Sunna „sleppir dýrinu lausu“

4.3. Bardagakonan Sunna Rannveig Davíðsdóttir snýr aftur í búrið 3. maí í Kansas City eftir langt hlé frá keppni en hún hefur glímt við þrálát handarmeiðsli. Meira »