Khabib verður áfram í UFC

16.10. Khabib Nurmagomedov verður áfram með samning hjá UFC-bardagasamtökunum, ef marka má forseta þeirra, Dana White. Nurmagomedov gerði allt vitlaust er hann réðst á Dillon Danis, æfingafélaga Conor McGregor, eftir að hann bar sigurorð af Íranum í byrjun mánaðar. Meira »

Mun Nurmagomedov spreyta sig gegn Mayweather?

16.10. MMA meistarinn Khabib Nurmagomedov og hnefaleikakappinn Floyd Mayweather eru byrjaðir að daðra hvor við annan í gegnum samskiptamiðla ef þannig mætti að orði komast. Nurmagomedov virðist hafa áhuga á að fara í hringinn með Mayweather líkt og Conor McGregor gerði. Meira »

Klár í slaginn: MMA þáttur fimm

15.10. Mbl.is sýn­ir nú fimmta þátt­inn af „Klár í slag­inn“ sem Reykja­vík MMA gef­ur út. Til­efnið er níu Íslend­ing­ar sem berj­ast í Leeds á Englandi á Fight Star Interclub. Bjarki Þór Páls­son, yfirþjálf­ari Reykja­vík MMA, leiðir hóp­inn út. Meira »

Vill freista þess sem McGregor mistókst

14.10. Khabib Nurmagomedov, rússneskur bardagakappi, vill slást við Floyd Mayweather, bandarískan hnefaleikamann. „Það er bara einn kóngur í frumskóginum,“ segir Nurmagomedov. Meira »

Nurmagomedov og McGregor báðir í bann

12.10. Kahib Nurmagomedov og Conor McGregor hafa báðir verið settir í tímabundið keppnisbann vegna þess sem gekk á eftir bardaga þeirra í UFC aðfaranótt síðasta sunnudags. Meira »

Menningarmunur ástæða slagmálanna

8.10. Khabib Nurmagomedov vann Conor McGregor í UFC-bardaganum um helgina. Það sem setti þó svip sinn á bardagann voru ævintýraleg hópslagsmál þar sem allt fór úr böndunum. Dóri DNA, sérfræðingur í MMA, segir að líklega hafi Connor gengið of langt fyrir bardagann. Meira »

Klár í slag­inn: MMA þátt­ur fjögur

6.10. Mbl.is sýn­ir nú fjórða þátt­inn af „Klár í slag­inn“ sem Reykja­vík MMA gef­ur út. Tilefnið er níu Íslendingar sem berjast í Leeds á Englandi. Bjarki Þór Pálsson, yfirþjálfari Reykjavík MMA, leiðir hópinn út ásamt Ívari Orra Ómarssyni, aðstoðarþjálfara. Meira »

Aron og Ívar með fullt hús í Carlisle

1.10. Þeir Aron Kevinsson og Ívar Orri Ómarsson úr Reykjavík MMA unnu báðir sína bardaga þegar þeir kepptu á bardagakvöldi í Carlise á Englandi um helgina. Meira »

Aron og Ívar berjast í Carlisle

28.9. Íslendingarnir Aron Kevinsson og Ívar Orri Ómarsson héldu út til Skotlands í gær en þeir munu keppa í MMA í Carlisle á Englandi á morgun og fór Magnús Ingi Ingvarsson, þjálfari þeirra, með þeim út. Meira »

Sigraði McGregor en varð sér til skammar

7.10. Khabib Nurmagomedov sigraði Conor McGregor með uppgjafartaki í Las Vegas og hélt meistarabeltinu í léttvigt í einum stærsta UFC-bardaga sögunnar í nótt. Rússinn lét þó sigurinn ekki nægja er hann veittist að hornamönnum Írans á meðan hans eigin aðstoðarfélagar réðust að McGregor að bardaganum loknum. Meira »

Klár í slaginn: MMA þáttur þrjú

4.10. Mbl.is sýnir nú þriðja þáttinn af „Klár í slaginn“ sem Reykjavík MMA gefur út. Tilefnið er sigur Arons Kevinssonar og Ívars Orra Ómarssonar á bardagakvöldi í Carlisle á Englandi. Meira »

Klár í slaginn: MMA þáttur tvö

29.9. Mbl.is sýnir nú annan þáttinn af „Klár í slaginn“ sem Reykjavík MMA gefur út, en tilefnið er það að Aron Kevinsson og Ívar Orri Ómarsson keppa í kvöld í Carlisle á Englandi. Meira »

Aron aðeins skrefi á eftir

28.9. Aron Kevinsson tók þátt í sínum fyrsta áhugamannabardaga í MMA á Caged Steel mótinu í Doncaster á Englandi 16. júlí þegar hann mætti Andy Green sem var líka að þreyta frumraun sína. Meira »