Klár í slaginn: MMA þáttur þrjú

Mbl.is sýnir nú þriðja þáttinn af „Klár í slaginn“ sem Reykjavík MMA gefur út. Tilefnið er sigur Arons Kevinssonar og Ívars Orra Ómarssonar á bardagakvöldi í Carlisle á Englandi. 

Aron kláraði bardagann sinn örugglega í fyrstu lotu með hengingu (triangle choke) og Ívar vann eftir dómaraúrskurð. Ívar lenti undir í „mount“ snemma í bardaganum og munaði litu að dómarinn stöðvaði hann. Ívar náði hins vegar að halda sér í bardaganum og stóð uppi sem sigurvegari að lokum. 

Bjarki Þór Pálsson og Ívar Orri Ómarsson eru nú lagðir af stað til Englands með níu keppendur sem eru að stíga sín fyrstu skref í MMA. Þeir keppa hjá Fightstar Championship-bardagasamtökunum og fer kvöldið fram í Leeds. Notast er við legghlífar og eru loturnar styttri en í hefðbundnum bardaga, þar sem um Interclub-mót er að ræða. 

Ljósmynd/Reykjavík MMA
mbl.is