Khabib verður áfram í UFC

Khabib Nurmagomedov fór illa með Conor McGregor.
Khabib Nurmagomedov fór illa með Conor McGregor. AFP

Khabib Nurmagomedov verður áfram með samning hjá UFC-bardagasamtökunum, ef marka má forseta þeirra, Dana White. Nurmagomedov gerði allt vitlaust er hann réðst á Dillon Danis, æfingafélaga Conor McGregor, eftir að hann bar sigurorð af Íranum í byrjun mánaðar. 

Óvissa hefur ríkt um framtíð Rússans í UFC síðan þá, en White segir málið að mestu leyst. 

„Þetta er allt í góðu,“ sagði White við TMZ Sports í dag. Við höfum rætt málin og þetta verður laust. Hann var mjög pirraður og æstur enda um tilfinningaríkan bardaga að ræða. Khabib er æðislegur og samband okkar hefur alltaf verið gott,“ bætti White við. 

Tveir æfingafélagar Khabib réðust á varnarlausan Conor McGregor eftir bardagann. Einn þeirra, Zubaira Tukhugov, bardagamaður hjá UFC, gæti verið rekinn frá samtökunum. Khabib hótaði að hætta hjá UFC, fari svo að liðsfélagi hans verði rekinn, en White vildi lítið tjá sig um framtíð Tukhugov. „Ég veit ekki hvað mun gerast hjá Tukhugov, við sjáum til hvernig þetta fer,“ sagði White að endingu. 

mbl.is