Conor McGregor lítur í eigin barm

Conor McGregor
Conor McGregor AFP

Conor McGregor segir Khabib Nurmagomedov hafa átt skilið að sigra í bardaga þeirra í UFC á dögunum en segist jafnframt sjálfur ekki hafa undirbúið sig nægilega vel.

McGregor gerir upp viðureignina á Instragram og segir Murmagomedov einfaldlega hafa staðið sig betur. McGregor segir aðra lotuna hafa verið lélegustu frammistöðu sína á ferlinum.

Sjálfur hafi hann ekki lagt nógu hart að sér í undirbúningi sínum og muni læra af því. Hann muni mæta aftur í búrið með sjálfstraustið í lagi og verði þá vel undirbúinn.

Úr herbúðum Murmagomedov hafa borist þær fréttir að þar séu menn farnir að huga að öðrum skrefum en þeim möguleika að mæta McGregor á ný.

„Ef ekki verður annar bardagi gegn Murmagomedov þá er það ekkert vandamál. Ég mun þá bara mæta þeim næsta í röðinni,“ skrifaði Íslandsvinurinn Conor McGregor meðal annars. 

mbl.is