Klár í slaginn: MMA-þáttur sex

Mbl.is sýn­ir nú sjötta þátt­inn af „Klár í slag­inn“ sem Reykja­vík MMA gef­ur út. Níu Íslend­ing­ar börðust í Leeds á Englandi á Fight Star Interclub undir handleiðslu Bjarka Þórs Páls­sonar, þjálf­ara Reykja­vík MMA.

Allir kepp­end­ur stigu sín fyrstu skref í MMA og börðust á svo­kölluðu In­terclub-móti þar sem þeir notast við legg­hlíf­ar og eru lot­ur styttri en í hefðbundn­um MMA-bardögum.

Sumir keppendur tóku 3-4 MMA-bardaga og allir strákarnir unnu sigur.

Strákarnir í Reykjavík MMA eru greinilega að gera eitthvað rétt og það alveg ljóst að einhverjir verða tilbúnir að stíga yfir í Amateur MMA eftir þessa keppni.

Frábærir tímar fram undan, Reykjavík MMA er alltaf klár í slaginn.

Sjötti þáttur af Klár í slaginn er kominn út.
Sjötti þáttur af Klár í slaginn er kominn út. Ljósmynd/Skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert