Íslendingarnir úr leik á HM

Ingibjörg Helga var allt annað en sátt í lok bardagans.
Ingibjörg Helga var allt annað en sátt í lok bardagans. Ljósmynd/Daniel Schälander.

Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir, Imma, og Björn Þorleifur Þorleifsson urðu í dag síðustu Íslendingarnir til að falla úr leik á heimsmeistaramóti áhugamanna í blönduðum bardagalistum í Barein. Þau féllu bæði úr leik í átta manna úrslitum.   

Ingibjörg mætti Nurzhamal Sadykova frá Kasakstan í morgun, en Sadykova varð Asíumeistari fyrr í sumar. Hún hafði betur eftir klofna dómaraákvörðun. Tveir dómarar dæmdu Sadykova sigurinn, en einn dómari taldi Ingibjörgu hafa farið með sigur af hólmi. Það dugði skammt og er hún úr leik. 

Björn Þorleifur féll úr leik eftir tap fyrir Ítalanum Dario Bellandi í fyrstu lotu. Björn tók Bellandi niður snemma í bardaganum en Ítalinn var sterkur af bakinu og vann að lokum með armlás. 

Björn Þorlefur Þorleifsson sparkar í Dario Bellandi í dag.
Björn Þorlefur Þorleifsson sparkar í Dario Bellandi í dag. Ljósmynd/Daniel Schälander
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert