Gunnar með stórglæsilegan sigur

Gunnar Nelson fagnar sigrinum.
Gunnar Nelson fagnar sigrinum. Ljósmynd/UFC

Gunnar Nelson hafði betur gegn Brasilíumanninum Alex „Cow­boy“ Oli­veira með hengingu í annarri lotu er þeir mættust á UFC 231-bardagakvöldinu í Toronto í nótt.

Gunnar byrjaði nokkuð vel og náði Oliveira í gólfið snemma í fyrstu lotu. Brasilíumaðurinn snéri hins vegar stöðunni við og náði nokkrum þungum höggum á Gunnar og vann að lokum lotuna. 

Brasilíumaðurinn byrjaði á að pressa Gunnar í upphafi annarrar lotu en eftir því sem leið á lotuna gekk Gunnari betur. Að lokum náði Gunnar Oliveira niður og þá var ekki spurning hvernig færi. 

Gunnar lét afar þung högg rigna á Oliveira, svo það fossblæddi úr enninu á honum. Skömmu síðar var Gunnar búinn að ná föstu „rare naked choke“ og Oliveira tappaði út. 

Sigurinn er einn sá stærsti á ferlinum hjá Gunnari, gegn afar góðum andstæðingi. 

Gunnar Nelson í beinni opna loka
kl. 444 Textalýsing Takk kærlega fyrir samfylgdina í nótt. Vonandi höfðuð þið jafn gaman að og ég. Góða nótt, eða góðan daginn ef þið eruð að vakna.
mbl.is

Bloggað um fréttina