Þurfti 29 spor eftir bardaga við Gunnar

Gunnar í góðri stöðu, stuttu áður en hann tryggði sér ...
Gunnar í góðri stöðu, stuttu áður en hann tryggði sér sigur í bardaganum. AFP

Brasilíumaðurinn Alex Oliveira var heldur betur illa farinn eftir bardaga sinn við Gunnar Nelson á UFC 231-bar­daga­kvöld­inu í Toronto síðustu nótt. Gunnar sigraði Oliveira með hengingu í 2. lotu eftir þung olnbogaskot.

Oliveira fékk risastóran skurð á ennið eftir eitt högg Gunnars og byrjaði snarlega að fossblæða úr Brasilíumanninum. Örskömmu síðar var bardaginn búinn, eftir að Oliveira játaði sig sigraðan.

Skömmu eftir bardagann fékk Oliveira aðstoð lækna og þurfti að sauma 29 spor í ennið á honum til að loka skurðinum. Sjaldan hefur eins mikið blóð sést í bardaga hjá UFC-samtökunum og minntu lokasekúndurnar helst á hræðilega hryllingsmynd.

Fyrir áhugasama má sjá mynd af Oliveira skærbrosandi á meðan gert er að sárum hans með því að smella hér .

mbl.is