Lyfjaeftirlitið grípur inn í UFC

Jon Jones.
Jon Jones. AFP

Bandaríska lyfjaeftirlitið hefur gripið inn í komandi bardaga á milli Jon Jones og Alexander Gustafsson í UFC, sem á að fara fram þann 29. desember.

Jones var dæmdur í 15 mánaða keppnisbann sumarið 2017 eftir að efni sem eru á bannlista fundust í blóði hans í lyfjaprófi. Lyfjaeftirlitið segir að enn séu leifar af efninu í blóði hans, sem hefur neytt forráðamenn UFC til þess að bregðast við.

Bardagi Jones og Gustafsson átti að fara fram í Las Vegas, en nokkurs konar íþróttanefnd ríkisins getur ekki gefið grænt ljós á bardagann án þess að rannsaka þessar staðhæfinga Lyfjaeftirlitsins. Forráðamenn UFC segja hins vegar að ekki sé um að ræða nýtt lyfjapróf, heldur sé eftirlitið að byggja á sömu niðurstöðu og sumarið 2017.

Það hefur opnað glugga fyrir bardagann að fara fram þrátt fyrir allt, og hefur hann nú verið færður til Los Angeles í Kaliforníuríki. Ástæðan er sú að mál Jones var tekið fyrir í Kaliforníu á sínum tíma, og þar sem ekki er um nýjar upplýsingar að ræða þurfi ekki að fara fram önnur rannsókn þar þrátt fyrir staðhæfingar Lyfjaeftirlitsins. Bardaginn mun því fara fram þann 29. desember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert