Gunnar Nelson snýr aftur í mars

Gunnar Nelson fagnar sigrinum gegn Olivera í desember.
Gunnar Nelson fagnar sigrinum gegn Olivera í desember. Ljósmynd/UFC

Bardagakappinn Gunnar Nelson mun snúa aftur í búrið eftir tvo mánuði og mæta Leon Edwards í UFC. Bardaginn fer fram í London 16. mars.

Þetta fullyrða erlendir miðlar í kvöld, meðal annars ESPN, og yrði bardaginn sá næst síðasti á dagskrá kvöldsins. Aðalbardaginn yrði á milli Darren Till og Jorge Masvidal. Gunnar sneri aftur eftir langt hlé þegar hann keppti í Kanada í desember. Hann vann þá Alex Olivera með hengingu í annarri lotu.

Gunnar og Edwards eru báðir á meðal 15 efstu á styrkleikalista UFC í veltivigt, en Edwards hefur unnið sex bardaga í röð og barðist síðast í júní segir í umfjöllum MMA-frétta í kvöld.

mbl.is