Conor og Khabib fengu bönn og sektir

Khabib Nurmagomedov þurfti lögreglufylgd eftir bardagann.
Khabib Nurmagomedov þurfti lögreglufylgd eftir bardagann. AFP

Bardagakapparnir Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov fengu í dag bönn og sektir frá Íþróttasambandi Nevada í Bandaríkjunum fyrir sinn þátt í slagsmálum eftir að þeir börðust á UFC 229 í október. 

Nurmagomedov vann öruggan sigur á McGregor og eftir bardagann réðst hann á Dillon Danis, liðsfélaga McGregor. Á meðan lenti McGregor saman við liðsfélaga Nurmagomedov. 

Khabib Nurmagomedov fékk harðari refsingu fyrir sinn hlut eða 500.000 dollara sekt og níu mánaða bann. McGregor fékk 50.000 dollara sekt og sex mánaða bann. Tveir samherjar Nurmagomedov fengu svo eins árs bönn fyrir sinn þátt í slagsmálunum. 

mbl.is