Jones varði titilinn - Usman nýr meistari

Jon Jones slær Anthony Smith í gær.
Jon Jones slær Anthony Smith í gær. AFP

Jon Jones varði titil sinn í léttþungavigt UFC-bardagasamtakanna með öruggum sigri á Anthony Smith á UFC 235 í nótt. Allir dómararnir dæmdu Jones sigur eftir fimm ójafnar lotur. 

Jones vann allar loturnar af miklu öryggi, en var heppinn í fjórðu lotu þegar hann sparkaði í höfuðið á Smith á meðan Smith sat á gólfinu, en slíkt er stranglega bannað. Smith ákvað að halda áfram, en hefði hann hætt, hefði honum verið dæmdur sigur. 

Í næstsíðasta bardaga næturinnar mættust Kamaru Usman og Tyron Woodley í titilbardaga í veltivigt, en Gunnar Nelson keppir í veltivigt. Usman var mikið sterkari aðilinn og vann allar fimm loturnar og varð því meistari í fyrsta skipti. 

Ben Askren vann svo sinn fyrsta sigur í UFC með sigri á Robbie Lawler. Dómarinn stöðvaði bardagann og dæmdi Askren sigurinn, en Lawler var allt annað en sáttur við það, þar sem lítið virtist ama að honum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert