Askren spáir Gunnari sigri

Ban Askren (til vinstri) í bardaganum gegn Robbie Lawler.
Ban Askren (til vinstri) í bardaganum gegn Robbie Lawler. AFP

Ben Askren, einn litríkasti bardagamaður UFC-samtakanna, spáir því að Gunnar Nelson fari með sigur af hólmi gegn Leon Edwards er þeir mætast á UFC-bardagakvöldi í London annað kvöld. 

Askren hafði betur gegn Robbie Lawler í fyrsta bardaga sínum í samtökunum fyrr í mánuðinum, en hann er þekktur fyrir mikil læti á samfélagsmiðlum, þar sem hann hikar ekki við að skjóta á bestu bardagamenn veltivigtarinnar. Gunnar Nelson er einmitt í veltivigtinni, eins og Askren.

„Ég spái því að glíman hans Gunnars verði of góð fyrir Edwards. Leon Edwards er góður boxari, en Gunnar er of sterkur fyrir hann með glímunni sinni,“ sagði Askren í stuttu viðtali við Instagram-síðu UFC-samtakanna. 

<div> <div></div> <div> <div></div> <div></div> </div> </div><div></div><div></div><div> <div>View this post on Instagram</div> </div>

<a href="https://www.instagram.com/p/BvCBNYABe55/?utm_source=ig_embed&amp;utm_medium=loading" target="_blank">@benaskren is in the country! He makes his predictions for #UFCLondon tomorrow! Agree?</a>

A post shared by <a href="https://www.instagram.com/ufceurope/?utm_source=ig_embed&amp;utm_medium=loading" target="_blank"> UFC Europe</a> (@ufceurope) on Mar 15, 2019 at 7:01am PDT

mbl.is