Fimm bestu tilþrif Gunnars í búrinu

Gunnar Nelson gegn Alex Oliveira í desember.
Gunnar Nelson gegn Alex Oliveira í desember. AFP

Bardagamaðurinn Gunnar Nelson mætir Bretanum Leon Edwards á UFC-kvöldi í London annað kvöld. Gunnar reynir þá að fylgja eftir góðum sigri á Alex Oliveira frá því í desember. 

Gunnar vann Oliveira með hengingu, eftir þungt olnbogaskot í gólfinu. Gunnar hefur unnið þrettán af sautján bardögum sínum sem atvinnumaður með hengingum. Hann hefur þar á meðal unnið sjö bardaga með hengingu í UFC samtökunum, sem er met í veltigivgtinni. 

Facebook-síða UFC tók saman fimm bestu hengingar Gunnars í búrinu. Sú besta kom gegn Alan Jouban í London fyrri tveimur árum. Gunnar kláraði þá Jouban með skemmtilegu taki, eftir þung högg í andlitið. Hér að neðan má sjá fimm bestu tilþrif Gunnars í gólfinu hjá UFC. 

mbl.is