Gunnar féll niður styrkleikalistann

Gunnar Nelson féll niður um eitt sæti.
Gunnar Nelson féll niður um eitt sæti. Ljósmynd/@gunninelson

Gunnar Nelson féll niður um eitt sæti á styrkleikalista veltivigtarinnar í UFC-bardagasamtökunum eftir tapið gegn Leon Edwards í London um síðustu helgi. Gunnar féll úr þrettánda sæti niður í það fjórtánda. 

Gunnar tapaði á dómaraúrskurði með minnsta mun. Einn dómarinn dæmdi Gunnari sigurinn á meðan tveir dæmdu Edwards sigur. Þrátt fyrir sigurinn er Edwards áfram í tíunda sæti listans. 

Jorge Masvidal vann óvæntan sigur á Darren Till í aðalbardaga kvöldsins, fór úr ellefta sæti og upp í fimmta sæti. Fyrir vikið féll Till úr þriðja sæti niður í sjöunda sætið. 

Tyrone Woodley er áfram í fyrsta sæti listans, á eftir meistaranum Kamaru Usman. Colby Covington er í öðru sæti og Stephen Thompson er í þriðja sæti. 

mbl.is