McGregor er hættur

Conor McGregor.
Conor McGregor. AFP

Írski bardagakappinn Conor McGregor tilkynnti í gærkvöld að hann hafi ákveðið að hætta og hefur heitið því að leggja hanskana á hilluna.

McGregor, sem er 30 ára gamall, greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni en þetta er í annað sinn á þremur árum sem hann segist vera hættur.

McGregor hefur ekki keppt í UFC síðan í október en hann tapaði þá illa fyrir Khabib Nurmagomedov.

mbl.is