Conor aftur í hringinn

Conor Mcgregor ætlar að slást á nýjan leik.
Conor Mcgregor ætlar að slást á nýjan leik. AFP

Írski bardagakappinn Conor McGregor mun snúa aftur í Ultimate Fighting Championship (UFC) 15 mánuðum eftir að hafa tapað titli sínum í léttþungavigt fyrir Khabib Nurmagomedov.

Dana White, forseti UFC-bardagasamtakanna, segir við íþróttamiðilinn ESPN að McGregor muni berjast í janúar við Donald „kúreka“ Cerrone. „Conor er búinn að skrifa undir og „Kúrekinn“ er til í tuskið,“ lét White hafa eftir sér.

Fyrr í þessum mánuði var McGregor fundinn sekur um að hafa lamið mann á bar í Dublin algjörlega að tilefnislausu. Fyrir það þurfti hann að greiða 1.000 evrur í sekt.

Írski slagsmálahundurinn hefur ekki keppt síðan hann beið lægri hlut gegn Nurmagomedov í október í fyrra. Í mars á þessu ári lýsti hann því yfir að hann væri hættur keppni og myndi leggja hanskana á hilluna.

mbl.is